Skráning í fermingarfræðslu Digraneskirkju og Hjallakirkju 2020-2021

Hér er hægt að skrá fermingarbörn í fermingarfræðslu og fermingar veturinn 2020-2021 í Digraneskirkju og Hjallakirkju. Vinsamlega fyllið allar upplýsingar út eins nákvæmlega og hægt er.

Til þess að staðfesta skráningu þarf að greiða staðfestingargjald eða fræðslugjaldið að fullu.

Skýring Greiðsluleið 1
Greiða allt strax
Greiðsluleið 2
Greiða staðfestingargjald
Fullt fræðslugjald 19.146 kr -
Staðfestingargjald - 10.146 kr
Kyrtilleiga 2.000 kr 2.000 kr
Efniskostnaður 2.500 kr 2.500 kr
Umsýslugjald 250 kr 250 kr
Greitt við skráningu 23.896 kr 14.896 kr
Greitt síðar 0 kr 9.000 kr

Þegar skráning hefur verið móttekin fær forráðamaður sendan póst með leiðbeiningum um hvernig greiða skal gjaldið með greiðslukorti.


Fermingarbarn

Nafn fermingarbarns *
Kennitala fermingarbarns *
Heimili fermingarbarns *
Póstnúmer og staður *
Heimasími
Farsími fermingarbarns
Er fermingarbarnið skírt? *


Skírnardagur
Vinsamlega skráið inn skírnardag ef fermingarbarnið er skírt.
Skóli *

Forráðamaður 1

Nafn *
Kennitala *
Farsími *
Netfang *
Netfang (aftur)

Forráðamaður 2

Nafn
Farsími
Netfang
Netfang (aftur)

Fermingarfræðsla

Í boði er fermingarnámskeið 17.-21. ágúst 2020 eða 16. janúar 2021.
Fermingarfræðsla *

Fermingardagur

Fermingardagur 2021 *
Fermingarvers
Versið má velja síðar og þarf þá að senda tölvupóst á gunnar@digraneskirkja.is.

Greiðslufyrirkomulag

Foreldrum/forráðamönnum býðst að greiða annað hvort aðeins staðfestingargjald við skráningu eða greiða fullt fræðslugjald fyrir fermingarfræðsluna strax við skráningu. Við skráningu þarf einnig að greiða kyrtilleigu, efniskostnað og umsýslugjald.
Vinsamlega veljið hvorn kostinn þið viljið. Þegar skráning hefur verið gerð kemur tengill í tölvupósti til þess að ljúka greiðslu.
Greiðslufyrirkomulag *


Meðferð persónuupplýsinga

Digraneskirkja og Hjallakirkja starfa á grundvelli laga um stöðu, stjórn og starfshætti Þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, annarra skyldra laga, reglugerða og starfsreglna Kirkjuþings sem eiga sér stoð í lögum. Þegar um ræðir vinnslu persónuupplýsinga fylgja Digraneskirkja og Hjallakirkja lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Í tengslum við fermingar eru persónuupplýsingar unnar sem liður í lögmætri starfsemi og/eða á grundvelli samþykkis viðkomandi. Þær upplýsingar sem hér er safnað eru jafnframt skráðar í prestsþjónustubók, lögum samkvæmt.

Hér fyrir neðan eru forráðamenn fermingarbarns beiðnir um að taka afstöðu til ýmissa þátta í tengslum við starfið og taka afstöðu til þess hvort og þá að hve miklu leyti myndatökur séu heimilar og hvort kirkjunni sé heimilt að miðla tilteknum upplýsingum um ferminguna, slíkt er eingöngu gert á grundvelli samþykkis. Vakin er athygli á því að slík samþykki eru ekki skilyrði þess að fá að fermast eða taka þátt í fermingarstarfinu að neinu leyti.
Samþykki sem hér eru gefin gilda vegna ferminga sem skráð er í en heimilt er að draga gefið samþykki til baka hvenær sem er, slíkt skal gert með skriflegum hætti. Afturköllun samþykkis hefur þó ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem heimiluð er á grundvelli samþykkis fram að afturkölluninni, sbr. 3. mgr. 10. gr. persónuverndarlaga.

Við miðum við að fermingarbörn þurfi sjálf að veita samþykki fyrir miðlun umræddra upplýsinga og biðjum við því foreldri að ræða samþykki þetta og fara yfir með barni sínu. Ekki skal haka við atriði hér á eftir sé barnið ósammála foreldri sínu.
Persónuverndarstefnu þjóðkirkjunnar má finna neðst á heimasíðunni www.kirkjan.is.

Miðlun upplýsinga á heimasíður og til fjölmiðla

Í gegnum tíðina hafa fjölmiðlar óskað eftir því við kirkjur landsins að fá upplýsingar um fyrirhugaðar fermingar. Kirkjur hafa orðið við því í þeim tilvikum þar sem foreldri eða barn hefur ekki mótmælt slíkri miðlun. Þær upplýsingar sem veittar eru á grundvelli slíks samþykkis eru dagsetningar fyrirhugaðra fermingarathafna og nöfn og heimilisföng þeirra sem hyggjast fermast á hverjum degi fyrir sig. Sömu upplýsingar hafa jafnframt verið birtar á heimasíðu sóknarinnar. Tilgangur þessarar miðlunar hefur fyrst og fremst verið til að vekja athygli á starfinu í sókninni. Slíkum upplýsingum er eingöngu miðlað liggi fyrir samþykki miðluninni.

Er farið þess á leit að foreldrar taki afstöðu til neðangreindra spurninga í samráði við fermingarbörn.

Er heimilt að birta nafn fermingarbarnsins og fermingardag þess á vefsíðu Digraneskirkju og Hjallakirkju? *


Er heimilt að birta minnisvers fermingarbarnsins með nafni þess á vefsíðu Digraneskirkju og Hjallakirkju? *


Er heimilt að miðla nafni fermingarbarnsins og fermingardegi þess til Morgunblaðsins? *


Er heimilt að miðla heimilisfangi fermingarbarnsins með nafni þess og fermingardegi til Morgunblaðsins? *


Er heimilt að miðla nafni fermingarbarnsins og fermingardegi þess til héraðsblaða í Kópavogi? *
(s.s. Kópavogspósturinn og /eða Kópavogsblaðið)


Er heimilt að miðla heimilisfangi fermingarbarnsins með nafni þess og fermingardegi til héraðsblaða í Kópavogi? *
(s.s. Kópavogspósturinn og /eða Kópavogsblaðið)


Myndatökur

Sem liður í kirkjulegu starfi eru gjarnan teknar myndir eða myndbönd úr kirkjustarfinu, en tilgangur slíkrar vinnslu er að vekja athygli á því starfi sem fram fer innan kirkjunnar. Digraneskirkja og Hjallakirkja bera ábyrgð á þeim myndum sem teknar eru á vegum kirkjunnar og leitast við að sýna sanngirni í allri myndvinnslu.

Myndefni sem unnið er á vegum Digraneskirkju og Hjallakirkju er birt á heimasíðu sóknar, heimasíðu Þjóðkirkjunnar www.kirkjan.is og í fréttabréfum. Vakin er athygli á því að kirkjan setur þó ekki myndefni af börnum á samfélagsmiðla. Er farið þess á leit að foreldrar taki afstöðu til neðangreindra spurninga í samráði við fermingarbörn.

Er heimilt að taka myndir af fermingarathöfninni sjálfri? *


Er heimilt að taka myndir af barninu í fermingarkyrtli? *


Má birta myndefnið á vefsíðu Digraneskirkju og Hjallakirkju? *


Má birta myndefnið á vefsíðu Þjóðkirkjunnar, kirkjan.is? *


Má miðla myndum til fjölmiðla? *


Má birta myndefnið innan veggja Digraneskirkju og Hjallakirkju? *


Má birta myndefnið í tengslum við auglýsingar Digraneskirkju og Hjallakirkju? *
T.d. auglýsingu á fermingunni, æskulýðsstarfi eða öðru kirkjulegu starfi?


Er heimilt að láta ljósmyndara á vegum Digraneskirkju og Hjallakirkju í té upplýsingar úr skrá fermingarfræðslunnar? *
Einungis er miðlað upplýsingum þeirra sem svara næstu spurningu jákvætt.


Vilt þú kaupa myndir af ljósmyndara á vegum Digraneskirkju og Hjallakirkju? *
Verður kynnt á foreldrafundi. Verðið var 10.000 kr vorið 2020.